149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:53]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Forseti vill undirstrika og vekja á því athygli að hann mun koma þeim skilaboðum frá hv. þingmanni sem fram komu áðan áleiðis. Enn fremur vill forseti undirstrika að tilmæli hans um að menn stytti andsvör, nýti ekki að fullu andsvaratíma, eru lögð fram í þeirri vissu að hvorki málfrelsi, tjáningarfrelsi né tjáningarþörf líði fyrir það.

Forseti vekur enn fremur athygli á ljósamerkjum í ræðustól. Rautt ljós þýðir að ræðu er lokið og forseti óskar eftir því að menn tali ekki langt inn í rauða ljósið. Þegar græna ljósið blikkar er ræðu að ljúka.