149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:38]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar til að beina þeirri spurningu til hæstv. forseta hvar gæti samkvæmni í þeirri ákvörðun sem hann tekur hér nú, að á þeirri forsendu að þingmaður sé á mælendaskrá skuli þingfundi haldið áfram sólarhringum saman jafnvel og inn á helgar þar sem það virðist ekki vera regla almennt séð á fundum þingsins? Mig langar að koma með myndlíkingu af skipstjóra sem væri með áhöfn á sinni ábyrgð og tímastjórn og myndi keyra áhöfnina í segjum 44 tíma samfleytt — ég er hræddur um að hann myndi fljótlega finna sig einhvers staðar annars staðar en uppi í brú ef hann hagaði verklagi sínu og tímastjórn með þeim hætti.