149. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:10]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það kemur mér verulega á óvart að forseti skuli gera athugasemd við að hér sé vitnað í fyrrverandi ráðherra sem hafa gefið út yfirlýsingar. Þeirra orð eru til á prenti þannig að hér er ekki verið að leggja viðkomandi orð í munn. Ég sé enga ástæðu til að gera athugasemd við það vegna þess að þetta er mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Við sjáum bréfaskipti frá ráðuneytinu þar sem þessir hlutir koma fram. Þetta eru opinber gögn og sjálfsagt og eðlilegt að vitna í þau þannig að skil ekki alveg þessa athugasemd hvað þetta varðar.