149. löggjafarþing — 112. fundur,  29. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:58]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég teldi það aðallega vera tvennt sem yrði til þess að menn skiptu svona gjörsamlega um kúrs í pólitík, annaðhvort hugsjónir eða hagsmunir. Og nú hef ég ekki þá trú, herra forseti, því miður, að þessir þrír flokkar sem við erum að tala um núna, ríkisstjórnarflokkarnir, búi yfir þeirri gnægð af hugsjónum að það gæti verið ástæðan. Þá er hinn þátturinn eftir, hagsmunirnir. Spurningin er: Hverjir eru þeir? Hverjir halda á þeim? Hverjum koma þeir að gagni? Það er það sem við þurfum að komast að næst, því að þetta var athyglisverð kenning sem hv. þingmaður kom fram með áðan, að hugsanlega vildu Vinstri græn ýta stóriðjunni úr landi. En það er merkilegt vegna þess að nú er líka von á ótal vindmyllugörðum og smávirkjunum, þannig að það (Forseti hringir.) harmónerar ekki alveg saman. Hv. þingmaður getur kannski skýrt það aðeins betur í seinna andsvari.