149. löggjafarþing — 112. fundur,  29. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:59]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, þetta skýtur svolítið skökku við. Hugsanlega sjá Vinstri grænir fyrir sér að við verðum stærsti útflutningsaðili hreinnar orku og það sé það sem stefna skal að og þá eru menn tilbúnir til að fórna þeim störfum sem eru í boði. Iðnaðurinn mun þá væntanlega þurfa að líða fyrir það að hér verði raforka dýrari en víðast hvar annars staðar, alla vega á sama basis, eins og maður segir, hvað varðar Evrópu vegna þess að þá þurfa þessi fyrirtæki einfaldlega að fara að keppa við raforkuverð í Evrópu. Það mun náttúrlega þýða að þau fyrirtæki (Forseti hringir.) koma til með að lenda í miklum erfiðleikum vegna þess að fjarlægðin frá mörkuðum er miklu meiri héðan heldur en hjá fyrirtækjum á meginlandinu.