149. löggjafarþing — 112. fundur,  29. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[09:45]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Forseti. Nú vantar klukkuna korter í tíu á miðvikudagsmorgni ef mér telst rétt til, þetta rennur allt dálítið saman þessa dagana. Það styttist í að þingfundur hafi staðist sleitulaust í 24 klukkustundir og nú eru eldhúsdagsumræður fram undan og einhverjir þingmenn munu eins og gengur, í það minnsta þrír, þurfa að taka þátt í umræðum síðar í dag.

Upp á skipulag dagsins langar mig að spyrja hæstv. forseta hvort það liggi fyrir ákvörðun um það hvernig þinghaldinu verði háttað.