149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

tilkynning.

[10:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Já, herra forseti. Mér er nokkur vandi á höndum. Það er svo að á dagskrá þessa þingfundar er stórt og mikið mál sem er fjármálastefna ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Umræða um hana mun auðvitað taka nokkurn tíma. Mér finnst eðlilegt að þess vegna geti fundur staðið lengur en til kl. 20 en ekki fram á nótt. Ef hæstv. forseti hefur hugsað sér að slíta fundi fyrir miðnætti verð ég á græna takkanum og styð það. En ef ætlunin er að halda umræðu um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 áfram í alla nótt, þegar engir þinglokasamningar eru til og nægur tími til að fara yfir það mikilvæga mál, verð ég á rauða takkanum.