149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

19. mál
[12:35]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Höllu Signýjar Kristjánsdóttur. Mér finnst þessi þingsályktunartillaga óþörf. Mér finnst mun nær að útvíkka starfsemi Fjölmenningarseturs á Ísafirði. Ég sé fyrir mér fínasta útibú hér á höfuðborgarsvæðinu, ef svo ber undir.

Þetta er liður í því sem fram hefur komið fyrr í dag, að færa störf út á land, eins og það heitir þegar við stöndum hér. Mér fyndist það mjög til bóta ef við myndum horfa til þess með þetta mál.