149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[21:54]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að við séum í þessari slæmu stöðu, ekki bara vegna þess að gildandi fjármálastefna hafi verið illa ígrunduð og óábyrg í niðursveiflunni og þeim vanda sem við okkur blasir. Ég er ekki að gera lítið úr honum. Það er sannarlega vandi sem við þurfum að horfast í augu við. En þá geta ríkisstjórnarflokkarnir ekki komið sér saman um hvort eigi að skera niður eða afla tekna. Sá sem er lengst til vinstri vill afla tekna en sá sem er lengst til hægri vill skera niður. Hvað er þá eftir? Það sem er eftir er að ganga á afganginn og keyra ríkissjóð í mínus. Það er lausnin. Auðvitað er það mjög alvarlegt. Að því sögðu þurfum við, best væri ef við gætum gert það saman — þegar við hlustum á stjórnarliða er eins og þeir séu í keppninni hvernig er hægt að spæla mest (Forseti hringir.) í staðinn fyrir að segja bara: Hér erum við í miklum vanda. Kostnaður mun leggjast á almenning ef við högum okkur ekki almennilega og tökum saman á hagstjórninni.