149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:51]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Það er efni í heilan þingfund að ræða neytendaverndina svokölluðu sem átti að fylgja þessum orkupökkum. Raunin hefur orðið allt önnur. Ég nefni sem dæmi að Neytendasamtökin óskuðu eftir því fyrir sína umbjóðendur að orkufyrirtækin gerðu þeim tilboð í rafmagnskaup og niðurstaðan varð sú að jú, það fékkst lækkun um 0,65%. Það var einn aðili sem sendi inn tilboð. Það var niðurstaða Neytendasamtakanna að ekki tæki því að taka tilboðinu. Þetta er nákvæmlega það sem er í þessari neytendavernd, það er enginn afsláttur. Það tekur því ekki að skipta um raforkusala. Þessu er ekkert haldið fram í umræðunni. Það er enginn sem talar um þetta. Ég efast um að þeir í stjórnarliðinu sem hafa (Forseti hringir.) haldið því fram að það sé svo mikil neytendavernd hafi hugmynd um þetta, að hún sé engin.