149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:09]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Ég verð að játa að ég skil ekki hvað er í gangi. [Hlátur í þingsal.] Fólk getur flissað eins og þetta sé einhver leikur hérna en ég ætla að fá að halda áfram. Það eru örfáir dagar síðan þeir þingmenn sem tala hæst núna um dagskrána í dag, þeirra flokkar stóðu að tillögu um að mál um þriðja orkupakkann yrðu sett aftast á dagskrá (Gripið fram í.) og önnur tekin — má ég, hv. þm. Logi Einarsson hafa orðið? — á dagskrá. Nú er verið að gera nákvæmlega það. Ég hélt sannast sagna að hv. þingmenn sem hér tala myndu fagna því að farið yrði eftir þeirra eigin tillögu. Það kemur mér gríðarlega á óvart að það sé ekki gert. Hér erum við að fara að ræða mál þar sem er eitt nefndarálit þar sem fulltrúar þeirra flokka sem hér tala standa að. Ég skil ekki hvernig hægt er að vera ósáttur við það að ræða eigin nefndarálit. Ég skil ekki hvað er í gangi, forseti.