149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:57]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Það er ljóst að fólki er heitt í hamsi hér vegna virðingarleysis í garð stjórnarandstöðunnar. Það breytir því ekki að það er betra að fólk gæti orða sinna og þar varð þeirri sem hér stendur hált á svellinu áðan. Ég vil nota tækifærið og biðja hæstv. forseta afsökunar á því að hafa nefnt að það væri mögulega ástæða til að efast um heilindi hans í þessu máli. Þar fór ég offari og bið hæstv. forseta afsökunar á því. Við ýmislegt annað má gera athugasemdir í sambandi við framgang hans í þessu máli en það hefur þegar komið fram.

(Forseti (SJS): Forseti þakkar hv. þingmanni og tekur afsökunarbeiðni með ánægju og gilda.)