149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta.

494. mál
[12:14]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður talaði í andsvari áðan og núna í ræðunni um frelsið til að ljúga og dálitla tengingu þess við nafnleysið sem er líka mikilvæg réttindi og ákveðin vörn gagnvart ýmsum njósnum og yfirboðvaldi, að geta komið skoðunum sínum á framfæri án þess að það sé tilvísun í kennivald eða bara út frá rökunum sjálfum en ekki hver flytur þau. Frelsi til að ljúga er mikið áhugamál mitt. Ég var í námi í Bandaríkjunum og þar upplifði maður tvímælalaust að ýmsir aðilar höfðu miklu meira frelsi til að ljúga en hérna. Það var miklu minna fylgst með hvað var verið að segja í auglýsingum sem voru bara beinar lygar.

Í kjölfarið á því spyr maður einmitt: Hver hefur frelsi til að ljúga? Einstaklingar, fyrirtæki, ráðamenn, fjölmiðill með dreifingu á (Forseti hringir.) efni. Þar kemur að þessu frumvarpi. Fjölmiðill sem dreifir efni er eins og falsfréttir (Forseti hringir.) þar sem við erum líka með fyrirtæki, t.d. skúffufyrirtæki sem eru nafnlaus. (Forseti hringir.) Þar eru lagareglur sem eru að þvælast fyrir okkur.

(Forseti (GBr): Forseti biður hv. þingmenn að virða tímamörkin. Þau eru ein mínúta til andsvara í þessari umferð.)