149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta.

494. mál
[12:22]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það er einmitt eitt sem ég velti fyrir mér þarna, í fyrsta lagi hvað það er í rauninni súrrealískt ástand á kjörstað með merkin versus einmitt bara að viðkomandi frambjóðandi mæti á kjörstað o.s.frv. Svo eru alltaf fjölmiðlar á staðnum til að taka myndir af því þegar ákveðnir frambjóðendur setja kjörseðil sinn í kassann. Er það brot á kosningalöggjöfinni? Því má velta fyrir sér.

En annars langaði mig að eyða þessu síðara andsvari fyrst og fremst í að ræða það að þegar farið er í herferðir í tengslum við kosningar o.s.frv. er því oft haldið fram að fluttar séu það sem hafa verið kallaðar falskar fréttir eða bara í raun verið að ljúga að fólki. Telur hv. þingmaður (Forseti hringir.) að það mætti bregðast við því einhvern veginn, t.d. með því að koma á fót staðreyndavakt?