149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

virðisaukaskattur.

52. mál
[15:10]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði um skattalækkunarfrumvarp og risastórt jafnréttismál. Betri getur atkvæðagreiðslan ekki orðið. Ég þakka hv. þingmönnum Pírata fyrir að leggja frumvarpið fram. Það sýnir vel hvernig góð mál geta náð hér í gegn í þinginu. Ég vil líka þakka öllum hv. þingmönnum sem tóku til máls í gær. Það var einstaklega ánægjulegt að sjá hvað íslenskir karlþingmenn hafa mikla skoðun á þessu máli og tóku mikið til máls. Það sýnir greinilega að við erum á góðum stað hvað jafnréttismálin varðar í þessum sal.