149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[15:57]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er söguleg stund á þingi þegar við hv. þm. Brynjar Níelsson erum sammála um eitthvað. Og þá auðvitað skemmti ég mér konunglega við að finna að við erum ekki sammála um stóra hjálmamálið.

Það kom fram í máli hv. þingmanns að það væri alls ekki hægt að bera saman hjálmanotkun og öryggisbelti. Því er fyrri spurning mín til hv. þingmanns einfaldlega þessi: Hvers vegna ekki? Þetta er nákvæmlega eins. Þarna er verið að taka ákvörðun um einhvers konar öryggistæki við ferðalög fólks. Ég sé ekki að það sé nokkur einasti munur á öryggisbeltum annars vegar og hjálmanotkun hins vegar.

Af hverju er þetta ekki bundið við hraða? (Forseti hringir.) Ég kannski kem inn á það í seinna andsvari.