149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[17:59]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Endilega allir að vera með hjálma, að sjálfsögðu, en Alþingi tekur ekki ákvarðanir svona. Alþingi tekur ekki ákvarðanir og leitar síðan eftir upplýsingum og gögnum sem staðfesta þá ákvörðun. Við leitum fyrst að upplýsingum og gögnum og tökum síðan upplýsta ákvörðun. Það er þess vegna sem ég segi nei við þessari breytingartillögu. Það er hægt að safna gögnunum fyrst og taka síðan ákvörðunina í kjölfarið, áður en lögin ganga í gildi. Það er rétt leið til að taka svona ákvarðanir.

Þess vegna segi ég nei.