149. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[15:00]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil mætavel áhyggjur þingmannsins af þessu ferli og tek undir þær. Að öðru leyti vísa ég í fyrra svar mitt þar sem ég sagði að flækjustig væri mikið. Ég vonast til að við komumst vel áleiðis, vonandi seinna í dag en það verður varla öllu seinna en á morgun miðað við hvað við erum að reyna að gera hérna í þinginu. Við ætlum okkur að klára málið fyrir sumarið, fyrir þinglok. Vonandi getum við lagt fram okkar vinnu þegar líður á daginn í þessu stóra og mikla máli. Annað hef ég ekki um málið að segja að svo stöddu.