149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

endurskoðendur og endurskoðun.

312. mál
[14:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég var að reyna að spara einhvern smátíma með því að lesa ekki allt nefndarálitið. En ef hv. þingmaður hefði lesið allt nefndarálitið hefði hann fengið svar við sinni spurningu. Ég ætla bara að fá að lesa það sem lagt er til um kæruleið vegna ákvarðana endurskoðendaráðs:

„Lagt er til að ákvarðanir endurskoðendaráðs um veitingu og niðurfellingu starfsréttinda endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja verði kæranlegar til ráðuneytisins. Er um að ræða breytingu frá frumvarpinu þar sem tekið er fram í 38. gr. að ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins“ — sem nú er þá endurskoðendaráðs samkvæmt breytingu — „sæti ekki stjórnsýslukæru.“

Þannig að við í meiri hlutanum erum akkúrat að svara þessu áhyggjuefni hv. þingmanns, með því að ákvarðanir endurskoðendaráðs verði kæranlegar til ráðuneytisins þannig að menn hafi a.m.k. þá leið. Það er ágætt að menn síðan lesi nefndarálitið í heild sinni og geta kannski leitað svara við fleiri spurningum.