149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

tilkynning forseta.

[11:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Við upphaf þessa fundar vill forseti óska íslenskum konum til hamingju með daginn, kvenréttindadaginn sem er í dag, 19. júní. Þessi dagur er sannarlega hátíðisdagur allrar þjóðarinnar og minningardagur um mikla réttindabaráttu, m.a. þá sem við minnumst gjarnan sérstaklega, að í dag eru 104 ár síðan konur fengu almennan kosningarrétt.

Til hamingju með daginn, konur.