149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

957. mál
[16:41]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil nefna að að þeim tillögum sem liggja fyrir í þingsályktunartillögunni hefur verið unnið í hátt í tvö ár með aðkomu fjölda manns í ráðuneytinu, starfsmönnum þingflokka og hjá hagsmunaaðilum. Um þetta hefur skapast breið samstaða og ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt þessu verki lið.

Það er rangt sem hefur verið haldið fram að þessar aðgerðir séu illa tímasettar eða ekki fjármagnaður á þessu ári o.s.frv. Þetta er allt í réttum farvegi. Vinna er hafin við allar þær aðgerðir sem þarna liggja fyrir og henni miðar vel þannig að ég kýs að líta svo á, í ljósi þeirra orða sem hér falla, að mikil og breið samstaða sé um að standa vörð um lýðheilsu og búfjárheilsu í landinu, burt séð frá því hvernig við tökumst á um áratugagamalt deilumál sem íslensk stjórnvöld hefðu fyrir löngu átt að vera búin að leiða í lög.