149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:06]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Hitt atriðið sem mig langaði að koma inn á hér í dag er hvað þarf til í huga hæstv. forsætisráðherra til að réttlætanlegt sé að notast við það sem kallað hefur verið öryggishemill á síðari stigum, sem sagt 102. gr. EES-samningsins? Við vorum í þeirri stöðu, íslensk þjóð, að 26. gr. stjórnarskrárinnar var ekki nýtt býsna lengi, en svo hefur það gerst nokkrum sinnum. Hún var virkjuð fyrst í tengslum við svokölluð fjölmiðlalög. Mig langar að heyra sjónarmið hæstv. forsætisráðherra varðandi 102. gr., hvað hún sér fyrir sér að þurfi til til að réttlætanlegt sé að grípa í þennan, við skulum notast við orðið öryggishemil, sem virðist vera túlkun núverandi ríkisstjórnarflokka á þessu ákvæði. Ég sé í sjálfu sér ekki að það beri neitt slíkt með sér en það er auðvitað mismunandi túlkun manna. Hvað sér hún fyrir sér að verði réttlætanlegt tilefni til nýtingar 102. gr.?