149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:23]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég velti þá fyrir mér, bæði út af ræðu hv. þingmanns og þessu andsvari, hvort hann hafi beðið um að við yrðum laus við allan pakkann eins og hann vill núna. Bað hv. þingmaður um að við yrðum laus við allan orkupakkann í því ferli þar sem það á að gera?

Málið er þannig varðandi næstu orkulöggjöf að hún er ekki komin á þann stað að við séum komin með lista yfir þær beiðnir. Hv. utanríkismálanefnd, stjórnvöld, utanríkisráðuneytið og hæstv. ráðherra leggja miklu meira í hagsmunagæslu en hefur verið gert áður. Þar munum við ekki gefa neinn afslátt við að gæta hagsmuna Íslands og ekki síst íslenskra neytenda þegar kemur að orkulöggjöf.