149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki einfalt að svara þessum spurningum. Þetta hljómaði kannski svolítið eins og við værum að samþykkja sæstreng og værum að fara beint í umræðu um sæstreng núna og að menn ætluðu að fara í málþóf yfir þeirri umræðu. Er það það sem verið er að fara, að menn óttist að það verði málþóf um þetta bara fljótlega? Þetta er — (JÞÓ: Nei.) nei, þannig að við erum farin að hugsa málþóf á Alþingi eftir 15, 20 eða 30 ár eða hvenær sem sú umræða kemur? (JÞÓ: Já.)Já, (Gripið fram í: Sem tækifæri.) (Gripið fram í: Tækifæri.) sem tækifæri … (Gripið fram í.) Sko, nú lifi ég í ákveðnum veruleika — (Gripið fram í.) já, ég er sammála hv. þingmanni, það þarf að hugsa þetta. Ég bara veit ekki hvort þessar hugsanir muni taka orku mína alveg á næstunni vegna þess að ég sé þetta ekki alveg vera að gerast.

Ef við ætlum að hugsa alla hluti svona bara í lífinu gerist ekkert í því lífi vegna þess að við erum svo hrædd við allt og allt og framtíðina að við munum helst vera undir sæng heima hjá okkur og fara varla úr rúminu.

Ég verð bara að segja að þetta er of háfleygt fyrir mig. Ég er þá bara svona svakalegur kassi að ég (Gripið fram í.) … ja, svolítið í kassanum, en maður vill vera … [Hlátur í þingsal.] Nú slóstu mig aðeins út af laginu.

Það geta svo margar aðrar breytur breyst á þessum árum eða áratugum að ég get ekki metið hvernig tækifæri til málþófs á Alþingi um sæstreng gætu orðið hér um 2050. (JÞÓ: Þetta er …) Ha? (JÞÓ: Þetta er …) Þetta er bara orðið of langsótt fyrir mig. Ef menn eru þarna í umræðunni í sumar (Forseti hringir.) erum við bara á eitthvað svo slæmum stað að ég veit ekki hvernig við eigum að starfa hér í framtíðinni í okkar alþjóðastarfi og öðru.