149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:45]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um 5.–8. gr. Í 5. og 7. gr. er fjallað um kæruheimildir sem fara til úrskurðarnefndar raforkumála, ekki til ACER, ekki til ESA, heldur til úrskurðarnefndar raforkumála á Íslandi. Fjallað er um gjaldtöku í 6. gr. þar sem gjöld eru hækkuð um hluta af aurum per kílóvattstund, sjálfsagt um nokkra tugi króna fyrir hvert heimili í landinu. Það er allt fullveldisframsalið þar. Í 8. gr. er aftur fjallað um sjálfstæði Orkustofnunar. 9. gr. er síðan gildistökuákvæðið sem ég held að skýri sig sjálft, greinilega ólíkt hinu.