149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

raforkulög.

792. mál
[12:20]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hingað til að gera grein fyrir afstöðu Miðflokksins til þessa máls. Það er mjög of ið sama far og það sem var næst á undan. Hér er á ferð einn af þessum innihaldslausu fyrirvörum sem settir eru til að fegra málið en hafa ekkert gildi að þjóðarétti. Það er haldlaust.

Það má vera hv. þingmönnum til umhugsunar að við gengum í hið Evrópska efnahagssvæði með það að markmiði að greiða leið íslenskra afurða inn á hinn evrópska markað en við erum í þeim sporum núna að standa frammi fyrir því að í staðinn fyrir að fylgt sé þeirri stefnu sem þá var mörkuð, að hægt væri að semja um gagnkvæman aðgang að markaði, stöndum við í þeim sporum að fyrir aðgang að hinum evrópska markaði erum við krafin (Forseti hringir.) um aðgang að íslenskum auðlindum.

Við segjum nei við öllum þessum málatilbúnaði.