150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

mannabreytingar í nefndum.

[10:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Þá hefur borist tilkynning um mannabreytingar frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins, samanber 16. gr. þingskapa. Sigríður Á. Andersen mun taka sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Jafnframt mun Sigríður Á. Andersen taka sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins í stað Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Birgir Ármannsson mun taka sæti sem varamaður í Íslandsdeild NATO-þingsins í stað Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Þá hefur einnig borist tilkynning um mannabreytingar í nefndum þingsins.

Frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun taka sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Steinunnar Þóru Árnadóttur sem verður varamaður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir mun taka sæti sem aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Kolbeins Óttarssonar Proppés sem verður varamaður. Steinunn Þóra Árnadóttir mun taka sæti sem varamaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Andrésar Inga Jónssonar. Í fjárlaganefnd mun Steinunn Þóra Árnadóttir taka sæti sem aðalmaður í stað Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem verður varamaður. Andrés Ingi Jónsson mun taka sæti sem varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Í umhverfis- og samgöngunefnd mun Kolbeinn Óttarsson Proppé taka sæti sem aðalmaður í stað Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur sem verður varamaður. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun taka sæti sem varamaður í utanríkismálanefnd. Loks mun Lilja Rafney Magnúsdóttir taka sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Andrésar Inga Jónssonar sem verður varamaður ásamt Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Þessar mannabreytingar skoðast sömuleiðis samþykktar ef enginn hreyfir andmælum.