150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:01]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að í lokaorðum hv. þingmanns sé nokkuð sem við getum verið sammála um, þ.e. að það þurfi að líta til ábatans í miklu víðara samhengi en því sem lýtur að hagvexti eða meira að segja hreinlega efnahagslegum stærðum. Ég hlakka til áframhaldandi samtals um þetta.

Það sem ég skil ekki alveg í málflutningi hv. þingmanns er það sem við hljótum alltaf að standa frammi fyrir sem samfélag, þ.e. hvernig við ætlum að afla tekna fyrir samfélagið. Ætlum við að gera það með sköttum eða með því að láta fólk borga fyrir þá þjónustu sem það fær? Hefur hv. þingmaður (Forseti hringir.) skoðun á því hvaða leið eigi að fara í því efni eða telur hann að það sé eitthvað (Forseti hringir.) sem megi líka taka inn í þetta módel? (Forseti hringir.) Þar er ég ekki alveg viss um að ég sé jafn sammála hv. þingmanni.

(Forseti (BHar): Forseti minnir hv. þingmenn á að virða tímamörkin. Þau eru í seinni umferð ein mínúta þegar þrír veita andsvar.)