150. löggjafarþing — 4. fundur,  13. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[12:04]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Takk fyrir þetta, hv. þingmaður. Varðandi mansalsmálin fer það fé sem hefur farið til lögreglunnar í tengslum við skipulagða brotastarfsemi að hluta til í þennan lið. Þar höfum við verið að efla lögregluna og mansal er í eðli sínu í þessum fræðum hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Árið 2019 var sérstaklega gert ráð fyrir 80 millj. kr. í þann þátt lögreglunnar sem heldur áfram. Varðandi skýrsluna og samhæfingarmiðstöðina sem vitnað er til er það samstarfsverkefni með félagsmálaráðuneytinu. Vinnumarkaðsmálin heyra þar undir. Það er unnið að kostnaðarmatinu og hugmyndinni að vinna það nánar með því ráðuneyti og ég einhendi mér í það eins og önnur ný verkefni á mínu sviði.