150. löggjafarþing — 8. fundur,  23. sept. 2019.

vestnorræni dagurinn.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Í dag er vestnorræni dagurinn, þ.e. dagur Vestur-Norðurlanda, grannríkjanna Grænlands, Íslands og Færeyja. Er þetta haldið hátíðlegt með ýmsum hætti, þar á meðal með málstofu í Veröld sem Norræna húsið, Vigdísarstofnun, Norræna félagið og Vestnorræna ráðið standa sameiginlega að. Dagur Vestur-Norðurlanda hefur verið haldinn um skeið í framhaldi af ákvörðunum þjóðþinganna þar um og var valið að bera niður á haustjafndægri á hverju ári.