150. löggjafarþing — 8. fundur,  23. sept. 2019.

aðgerðaáætlun í jarðamálum.

20. mál
[17:45]
Horfa

Flm. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Það gafst ekki tími til að fara yfir vandann allan í fyrra svari mínu en vandinn er sá að auðlindir á landi eru ekki nýttar. Jarðir eru ekki nýttar í þeim mæli sem hægt væri, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða til einhvers annars sem skapar verðmæti í samfélaginu. Lykilatriði til að skapa verðmæti í íslensku samfélagi er að það sé fólk sem býr á Íslandi sem gerir það.

Að sjálfsögðu eru undantekningar í dönsku löggjöfinni og það er dálítið langt mál að fara að rekja þær allar. Það er í sjálfu sér ekki verið að horfa til neinnar annarrar útfærslu en eins og staðan er núna þekki ég bara persónulega til fjölda jarða þar sem ekki næst í eigandann, hann er einhvers staðar í útlöndum. Það er enginn fyrirsvarsmaður í landinu. Þetta skapar vanda. (Forseti hringir.) Í fyrsta lagi er jörðin ekki nýtt. Það næst ekki í viðkomandi ef á að fara í uppbyggingu innviða. Vandinn er stór og mætti eyða langri ræðu í hann.