150. löggjafarþing — 17. fundur,  14. okt. 2019.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá 3. þm. Reykv. s., Ágústi Ólafi Ágústssyni, og starfandi formanni þingflokks Miðflokksins fyrir 3. þm. Norðaust., Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um að þeir verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Eins og tilkynnt var á vef Alþingis tóku sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þá föstudaginn 11. október 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, Þorgrímur Sigmundsson, og 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, Einar Kárason, en 1. varamaður hefur boðað forföll.

Þá hafa borist bréf frá 3. þm. Suðurk., Birgi Þórarinssyni, 7. þm. Suðurk., Silju Dögg Gunnarsdóttur, og formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fyrir 1. þm. Suðurk., Pál Magnússon, um að þau verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau 1. varamaður á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Elvar Eyvindsson, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, Ásgerður K. Gylfadóttir, og 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Unnur Brá Konráðsdóttir.

Loks hefur borist bréf frá starfandi formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Þórarinn Ingi Pétursson, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hafi boðað forföll og muni því víkja af þingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur. Í dag tekur því sæti á Alþingi Hjálmar Bogi Hafliðason, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu.

Þessi hópur hefur allur tekið sæti á Alþingi áður og er boðinn velkominn til starfa að nýju.