150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:31]
Horfa

Ásgerður K. Gylfadóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Eitt annað, bara svo að ég skilji þetta rétt: Innheimtukostnaður sem leggst svo á þegar innheimtufyrirtækin fara að rukka, segjum skuld upp á 50 þús. kr. — eða fimmhundruðkall þess vegna — og það er 16.000 kr. álag í hverjum mánuði þegar sendur er út seðill. Flokkast það undir önnur lög? Er það ekki inni í þeim lögum sem verið er að ræða núna?