150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:40]
Horfa

Elvar Eyvindsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og beini því til hennar að hugsa þetta aðeins betur. Ég er ekki að tala um endilega á vissum tímum heldur bara með fyrirvara, kannski sólarhrings fyrirvara. Ef hann er ekki geti hver sem er farið til dómstóla og sagt: Ég ber ekki ábyrgð á þessu láni. Þetta er hægt.