150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[17:30]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er mikil þingræðismanneskja. Ég hef alltaf talað fyrir því að við eigum að fjalla um mál og reyna að koma þeim áfram og mér finnst partur af því vera t.d. að mál lifi á milli þinga þannig að við þurfum ekki að fara endalaust í sömu vinnu aftur og aftur. Það fyndist mér reyndar vera fyrsta mál, að við þyrftum ekki að mæla fyrir sama málinu ár eftir ár. Það eitt og sér væri mikil bragarbót. Ég get alveg tekið undir að það er kannski illa farið með tíma fólks þegar verið er að gera slíkt. Ég myndi sjálf að vera hlynnt því að taka mál bara inn og afgreiða þau eftir því sem þinginu býður við að horfa hverju sinni en það eru mjög skiptar skoðanir, eins og ég og hv. þingmaður þekkjum, um það fyrirkomulag. Ég þarf kannski ekki að hafa fleiri orð um það.