150. löggjafarþing — 20. fundur,  17. okt. 2019.

tilkynning.

[10:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Að loknum umræðum um 2.–4. dagskrármál verður gert stutt fundarhlé fyrir þingflokka til að undirbúa atkvæðagreiðslur en að loknum atkvæðagreiðslum um þau mál verður settur nýr fundur og málin tekin til 3. umr. og afgreiðslu ef leyft verður. Síðan verður á þeim fundi haldið áfram með þau mál sem eru aftar á dagskrá fyrri fundar í dag.