150. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn.

188. mál
[15:00]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Með þessari þingsályktunartillögu er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 sem mælir fyrir um að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/1011 á sviði fjármálaþjónustu og neytendaverndar verði tekin upp í EES-samninginn. Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfshætti aðila sem taka saman viðmiðunarvísitölur, starfsleyfi, aðferðafræði við vinnslu viðmiðunarvísitalna og eftirlit. Reglugerðinni er ætlað að taka á hagsmunaárekstrum og stuðla að áreiðanlegri viðmiðunarvísitölum.

Ég legg til, virðulegi forseti, að að lokinni umræðu verði tillögu þessari vísað til hv. utanríkismálanefndar.