150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

bætur vegna ærumeiðinga.

278. mál
[12:53]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir og tek undir að með frumvarpinu er stigið mjög mikilvægt skref til að víkja frá refsingum varðandi ærumeiðingar yfir í bætur og einnig varðandi þjóðfána o.fl. í átt að auknu tjáningarfrelsi. Skoðun á þessu ákvæði þarf auðvitað að fylgja og ég fagna því að hv. allsherjar- og menntamálanefnd muni taka það til skoðunar en það þarf að gerast í samræmi við það að við ætlum að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum okkar á sama tíma. Að því sögðu vona ég að málið fái góða meðferð í nefndinni en að sama skapi mun ég einnig vinna það nánar í ráðuneytinu til að skoða hvernig breytingar við getum gert á þessu ákvæði svo það fullnægi áfram þeim skuldbindingum sem við höfum tekið á okkur.