150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

bætur vegna ærumeiðinga.

278. mál
[12:57]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir og tek auðvitað undir með honum að gæta þurfi að fullu að friðhelgi og persónuvernd við birtingu dóma. Það er önnur vinna sem er í gangi í ráðuneytinu. En það er ekkert sem breytist í þessu frumvarpi er varðar hegningarlög og annaðhvort friðhelgi eða persónuvernd. Það hefur verið unnið að því í ráðuneytinu og eitt frumvarp litið dagsins ljós til þess að breyta þeim lögum og gæta að persónuvernd. Þarna eru dæmi, eins og hv. þingmaður nefnir, en það eru líka fleiri dæmi er snúa að persónuvernd barna og fleiri sem brotaþola og birtingu dóma sem þarf að skoða. Ég mun leggja mig alla fram við að skoða þetta í ráðuneytinu og vinna að því koma í veg fyrir að svona geti gerst.