150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

fjárframlög til Skógræktarinnar.

[15:55]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Það er rétt að það er ekki bara eignarnámsfjármagnið sem þarna dettur út heldur líka svokallaðir Mógilsárpeningar sem ég reyndar ber enga ábyrgð á, enda ber atvinnuvegaráðuneytið ábyrgð á þeim. Það var lagt upp með jafna skiptingu á milli stofnananna þegar fjárlögin í fyrra voru gerð, einfaldlega vegna þess að það átti eftir að skipta upp nákvæmlega í hvaða verkefni féð ætti að fara. Að mínu mati er ekki sjálfsagt mál að stofnanirnar eigi að fá jöfn framlög heldur eru það verkefnin sem við erum að vinna sem við þurfum að skoða þetta út frá. Þar er ágætisjafnvægi að mínu mati eins og staðan er núna á milli nytjaskógræktarinnar, endurheimtar sem fer þá í gegnum hvort tveggja, hvort sem það er skógur eða aðrar landgerðir og er bæði hjá Landgræðslu og Skógrækt, og síðan endurheimtar votlendis. Það er ástæðan fyrir því að þetta birtist ekki með sama hætti sem nákvæmlega jöfn skipting í ár eins og það gerði í fyrra.