150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[16:33]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Andrési Inga Jónssyni fyrir andsvarið og þá spyr ég hann áfram: Er hann sammála stúdentum sem hafa gagnrýnt það að framfærsluviðmiðið sé of lágt og það sé erfitt fyrir þá að lifa af því? Við erum að tala um svolítið furðuleg neysluviðmið. Ef við tökum bara sveitarfélög, þá geta þau ekki einu sinni verið sammála um þau. Það virðist enginn geta verið sammála um neitt í sambandi við neysluviðmið yfir höfuð og þess vegna væri flott að fara að virkja þennan hagfræðing og láta hann reikna það vel og vendilega út hvað einstaklingar og fjölskyldur þurfi til að framfleyta sér. Ég er alveg sammála um að við þurfum að skapa aðstæður fyrir alla, hvort sem það er tölvunarfræði, list, hvaða sköpun sem það er. Við þurfum að huga að framtíðinni og hún breytist hratt. Vonandi er hann bara sammála því að við eigum að hugsa í lausnum.