150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

losun kolefnis.

[15:06]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Frú forseti. Ég vísaði í frétt Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni „Vill halda fast í lýðræðið á tímum loftslagsbreytinga“ þar sem fjallað er um þessi mál og m.a. hæstv. ráðherra og afstöðu hans en ég fellst á skýringar hæstv. ráðherra. Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað, svoleiðis að ég fagna svari hæstv. ráðherra.