150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[18:16]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Þetta ætlar að verða reglubundinn viðburður hér að þrátt fyrir að lög um opinber fjármál hafi átt að færa okkur aukna festu í stjórn ríkisfjármálanna sjáum við stækkandi fjáraukalög með hverju árinu sem líður. Nú er verið að auka í hin ýmsu útgjöld, sem nemur nærri 20 milljörðum kr. á milli ára og einungis 5 milljarðar teknir af varasjóði þar á móti. Fjáraukalagafrumvarpið núna sýnir að ríkisstjórnin hefur fullkomlega misst tökin á ríkisfjármálum. Þrátt fyrir að hafa slegið met í útgjaldaaukningu á starfstíma sínum tekst ríkisstjórninni ekki að halda sig innan fjárheimilda.

Ég vildi í fyrra andsvari spyrja hæstv. ráðherra, í ljósi þess að hér er komið ansi nálægt því óvissusvigrúmi sem gefið var í fjármálastefnu fyrir árið 2019: (Forseti hringir.) Er til einhver áætlun ríkisstjórnarinnar um afkomu sveitarfélaganna á þessu ári? (Forseti hringir.) Með 0,5% halla (Forseti hringir.) á ríkissjóði og ekki einu sinni uppgerðan í ríkisreikningi sýnist mér veruleg hætta á að nýsamþykkt óvissusvigrúm verði rofið á þessu ári.