150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[18:52]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, það bárust vissulega svör og útskýringar á vissum smáatriðum en við grundvallarspurningunni um kirkjujarðasamkomulagið og forsendur þess, skuldbindingu og eignatilfærslu, komu engin svör. Ég er á þeim stað. Grundvallarspurningin um kirkjujarðasamkomulagið. Við erum enn að hjakka í sama farinu þar. Það er skiljanlegt að það þurfi viðbótarsamkomulag af því að gamla samkomulagið byggði á kjararáði sem er ekki til lengur, mjög skiljanlegt, ekkert mál, góð útskýring þar. En varðandi grundvallaratriði samkomulagsins erum við enn á nákvæmlega sama stað. Þar þarf Alþingi einfaldlega að taka ákvörðun um að gera eitthvað, hætta að hjakka í sama farinu eins og í fjárlögum og fara að gera hlutina á gagnsæjan, faglegan og greinargóðan hátt sem brýtur ekki lög um opinber fjármál.