150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[18:57]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Kostnaðar- og ábatagreining hlýtur að taka mið af því að vilja ná einhverju fram í samfélaginu og hv. þingmaður nefndi borgarlínu. Ég held að hún sé ágætt dæmi — en viljum við ekki borgarlínu líka vegna þess að við viljum ná öðrum markmiðum, til að mynda í loftslagsmálum? Er ábatinn þá ekki í rauninni sá að ná fram breytingum og áhrifum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum? Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum því að mér fannst ég skynja ákveðna tortryggni í garð þess hvort loftslagsbreytingar væru raunverulegar í ræðu hv. þingmanns. Hann gaf svolítið svigrúm fyrir það.(Forseti hringir.) Mig langar að vita hvort það sé rangur skilningur hjá mér. (Forseti hringir.) Eru Píratar ekki vissir um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar?