Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[22:59]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans andsvar og það er mér ákaflega kærkomið að svara þessum spurningum. Það vill ég draga fram að í fyrsta lagi deilum við ekki um það að við erum að flýta tekjuskattslækkunum sem áður voru boðaðar. Það eru í raun og veru stóru tíðindin. Hv. þingmaður nefnir síðan ýmsar aðrar hækkanir á gjöldum. Þá vil ég segja að einmitt vegna þess lífskjarasamnings sem ég vitnaði til áðan og er svo gríðarlega mikilvægur eru sett ákveðin markmið um gjaldahækkanir. Ríkisstjórnin heldur sig innan þeirra marka. Þau gjöld sem hv. þingmaður nefnir eru ekki látin fylgja verðbólgu eins og oftast hefur verið þannig að um allflest af þeim gjöldum sem hv. þingmaður nefnir er raunverulega hægt að segja að þar sé um viðbótarskattalækkanir að ræða því þau fylgja ekki verðlagi. Þau eru að lækka að raungildi.