150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

umfjöllun um Samherjamálið.

[15:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það var sláandi að fylgjast með fréttaþættinum Kveik í gærkvöldi og lesa fréttirnar í Stundinni af starfsemi Samherja í Afríku. Mútur, skattaskjól, peningaþvætti, spilling, græðgi og áhrif og undirtök auðmanna á land og þjóð — það er mér efst í huga eftir þessar sjokkerandi fréttir. Hæstv. forsætisráðherra hefur tekið vel í beiðni Pírata um sérstaka umræðu um spillingu á morgun og vonandi kemst hún á dagskrá en því til viðbótar óska ég eftir því að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verði hér til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á morgun.