150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

umfjöllun um Samherjamálið.

[15:03]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég tek undir þá ósk að sjávarútvegsráðherra verði viðstaddur óundirbúnar fyrirspurnir á morgun og einnig forsætisráðherra. Mér skilst að forsætisráðherra hafi gefið vilyrði fyrir því eða hafi áhuga á því að ræða hér spillingu á morgun í sérstökum umræðum, sem við Píratar báðum um strax eftir Kveiksþáttinn í gærkvöldi, og nú sé það einungis í höndum forseta að forgangsraða dagskránni á morgun og taka ákvörðun um hversu mikilvægt það er að ræða spillingu hér eftir þennan frekar rosalega þátt sem við sáum í gærkvöldi og fréttir um Samherja. Mér finnst mikilvægt að við tökum þessa umræðu því að það er orðið nokkuð ljóst að þessi mýta um saklausa, spillingarlausa litla Ísland er dauð og við þurfum að ræða þessi mál af mikilli alvöru hér á morgun.