150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

umfjöllun um Samherjamálið.

[15:09]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mér finnst mikilvægt að það komi fram, og nú finnst mér aldrei skemmtilegt að þurfa að vera dónaleg á einhvern hátt, að mér finnst ekki rétt að stilla þessu máli þannig upp að það eigi að vera bitlinga- eða samningsatriði milli þingflokksformanna, þ.e. að ef við styttum ræðutíma okkar í fjárlögum fáum við hugsanlega sérstaka umræðu um spillingu eftir þær mikilvægu fréttir sem komu fram í gær. Mér finnst sjálfsagt að við höfum sérstaka umræðu, hún er þörf. Við viljum og þurfum að ræða þetta eftir að hafa fengið þessar mikilvægu upplýsingar í gærkvöldi og þetta er mikilvægt fyrir þingstörf okkar. Ég frábið mér það að við séum að fara að funda hér á eftir til að semja af okkur ræðutíma varðandi fjárlög til að koma þessari umræðu á. Mér finnst mikilvægt að það komi fram.