150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessum fjárlögum erum við að auka lífsgæði og ráðstöfunartekjur heimila í landinu. Við gerum fyrirtækjum auðveldara að ráða fólk og treysta innviði þessa lands. Með þessum fjárlögum erum við einnig að efla heilbrigðiskerfið, auka útgjöld til umhverfismála, sem er mikilvægt á þessum tímum, og bæta lífskjör almennings með sérstakri áherslu á lágtekjuhópa með breytingum á tekjuskattskerfinu. Þetta eru fjárlög sem eru í takt við þann stað sem við erum á í hagsveiflunni og verða mikilvæg til þess að íslenskt samfélag gangi vel á næsta ári. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til breytingar sem eru nauðsynlegar og til bóta við það góða frumvarp sem var lagt fram í haust.